„Ábyrgðin hlýtur að vera á samningsaðilum“

Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna
Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna mbl.is/Hari

„Við vor­um boðaðir á fund í morg­un og okk­ur til­kynnt að til þessa gæti komið,“ seg­ir Jón Þór Þor­valds­son, formaður Fé­lags ís­lenskra at­vinnuflug­manna, um ákvörðun Icelanda­ir að láta flug­menn starfa sem ör­ygg­is­liðar um borð í flug­vél­um fé­lags­ins nú fyrst búið er að segja upp öll­um flug­freyj­um og flugþjón­um.

Icelanda­ir gaf út til­kynn­ingu um upp­sagn­ir allra flug­freyja og flugþjóna fyr­ir skömmu og í henni kom fram að flug­menn Icelanda­ir myndu starfa tíma­bundið sem ör­ygg­is­liðar í stað flug­freyja. Þá kom þar fram að Icelanda­ir myndi hefja viðræður við ann­an samn­ingsaðila en Flug­freyju­fé­lag Íslands.

Flug­menn séu ekki að ganga með bein­um hætti í störf flug­freyja

Jón Þór seg­ist ekki líta svo á að flug­menn séu með bein­um hætti að ganga í störf flug­freyja og bend­ir á að um sé að ræða breyt­ingu í flugrekstr­ar­hand­bók Icelanda­ir sem flug­menn verði að fara eft­ir.

„Sam­kvæmt loft­ferðarlög­um og flugrekstr­ar­fyr­ir­mæl­um ber­um við ábyrgð á ör­yggi um borð. Þetta eru flugrekstr­ar­fyr­ir­mæli sem okk­ur ber að fara eft­ir,“ seg­ir hann en bæt­ir við:

„Við þurf­um að skoða þetta okk­ar meg­in hvað þetta þýðir en við get­um ekki vikið okk­ur und­an vinnu­skyldu.“

Vilja bara tryggja að sam­göng­ur stöðvist ekki

Er hægt að skylda ykk­ur til að sinna þess­um störf­um?

„Þetta er nátt­úru­lega ör­ygg­is­hlut­inn sem þarna er vísað til en störf flug­freyja eru tölu­vert víðtæk­ari. Við erum að skoða þetta okk­ar meg­in og send­um til­kynn­ingu þess efn­is á fé­lags­menn. Meðan við erum að fara yfir þessi mál biðjum við flug­menn um að víkja sér ekki und­an vinnu­skyldu,“ seg­ir Jón Þór og bæt­ir við:

„Við vilj­um bara tryggja að sam­göng­ur stöðvist ekki hérna.“

Spurður hvort að með því að sinna starfi ör­ygg­is­liða um borð eft­ir að flug­freyj­um og flugþjón­um hef­ur verið sagt upp séu flug­menn að grafa und­an kjara­bar­áttu þeirr­ar stétt­ar seg­ir Jón Þór að hann verði að vísa á Flug­freyju­fé­lags Íslands og Icelanda­ir. Flug­menn geti ekki ekki borið ábyrgð á kjara­bar­áttu sem þeir eru ekki hluti af.

„Ábyrgðin hlýt­ur að vera á samn­ingsaðilum. Ég held að fólk verði að axla sína ábyrgð sjálft og reyna ná samn­ing­um. Við von­um bara inni­lega að það tak­ist.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert