Aukin afköst við greiningu sýna

Landspítalinn hefur tekið við greiningu sýna sem aflað er á …
Landspítalinn hefur tekið við greiningu sýna sem aflað er á landamærum. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Landspítalinn hefur látið breyta húsnæði veirurannsóknastofunnar í Ármúla 1, breytt verkferlum og hagrætt innan húss. Þetta var gert til að skapa betri aðstöðu og auka afköst við greiningu sýna sem tekin eru til að finna möguleg kórónuveirusmit við skimun á landamærum.

Framkvæmdir gengu vel og var stefnt að því að ljúka þeim seint í gærkvöldi. Greiningarvinnan flyst á allra næstu dögum úr húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar þar sem starfsfólk Landspítalans hefur unnið undanfarið.

Maríanna Garðarsdóttir, læknir og forstöðumaður rannsóknaþjónustu Landspítalans, segir í Morgunblaðinu í dag, að þeim sé nú ætlað að greina allt að 2.000 sýni á sólarhring. Grípa þurfti til margs konar ráðstafana til að geta það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert