Tugir þúsunda ferðamanna koma að Stuðlagili í sumar: Háir hamrar og blágrænt vatn

Stuðlagil.
Stuðlagil. Ljósmynd/Jónatan Garðarsson

Óvænt er hið ægifagra Stuðlagil á Jökuldal austur á landi orðið einn vinsælasti ferðamannastaður landsins.

Íslendingar, sem í ár ferðast innanlands, flykkjast á staðinn og myndir þaðan eru vinsælar á samfélagsmiðlum, að því er fram kemur í umfjöllun um Stuðlagil í Morgublaðinu í dag.

Áður rann Jökla fram um þetta gil, sem er um 300 metra langt og stuðlabergshamrar þar um 30 metra háir. Vegna ágangs gesta hefur verið farið í ýmsar og dýrar framkvæmdir við Stuðlagil á vegum landeigenda, sem segja fjarri lagi að gullæð sé fundin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert