Bæjarráð Fjallabyggðar hefur ákveðið að bjóða út alla dúntekju í landi sveitarfélagsins.
Ákvörðunin var tekin vegna þess að maður sem byggt hefur upp æðvarvarp á Leirutanga í Siglufirði var hættur að geta sinnt varpinu og bað annan Siglfirðing að annast það, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Fleiri hafa sýnt því áhuga um hríð að taka við æðarvarpinu, m.a. æðarbóndi í Fljótum. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir að allir sitji við sama borð þegar þessum gæðum verði úthlutað eftir auglýsingu. Hann tekur fram að leigugjald verði aðeins einn af þeim þáttum sem litið verði til við úthlutunina.