Litfagur rósastari á Stakkagerðistúni

Rósastarinn spókar sig á Stakkagerðistúni.
Rósastarinn spókar sig á Stakkagerðistúni. mbl.is/Sigurgeir Jónasson

Litfagur rósastari spókaði sig á Stakkagerðistúni í miðjum Vestmannaeyjabæ fyrr í vikunni. Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari og fuglaáhugamaður, notaði tækifærið og bætti þessum fallega fugli í myndasafn sitt.

Fram kemur á spjallsíðum fuglaskoðara að rósastari hafi verið á Seyðisfirði í fyrradag og fyrr í mánuðinum sást rósastari sem dvaldi í Garðinum í nokkra daga. Þá sást rósastari í Suðursveit fyrir rúmum mánuði. Á facebooksíðunni Birding Iceland, sem er upplýsingasíða um fugla hér á landi á ensku, var nefnt fyrir tæpri viku að fimm tilkynningar um rósastara hefðu þá borist í sumar.

Heimkynni rósastara eru í Litlu-Asíu, við Svartahaf og þar fyrir austan. Stundum fara hópar rósastara á flakk vestur um Evrópu. Þeir eru fremur sjaldgæfir flækingsfuglar á Íslandi og hafa venjulega látið sjá sig hér síðsumars. Þeir hafa flýtt för sinni nú.

gudni@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert