Tekið verði tillit til tilmæla umboðsmanns

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. mbl.is/Eggert

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að við þá endurskoðun á lögum um jafna stöðu karla og kvenna sem nú stendur yfir verði hugað að gagnrýni og tilmælum umboðsmanns vegna úrskurða kærunefndar jafnréttismála.

Fram kemur í bréfi umboðsmanns til ráðherra að ekki verði annað séð en nefndin viðhafi að mestu sömu aðferðir og mat og gagnrýni setts umboðsmanns beindist að í áliti frá árinu 2011.

Andri Árnason hæstaréttarlögmaður, sem var formaður kærunefndar jafnréttismála á árunum 2000 til 2011, áður en umrædd mál komu upp, telur aðspurður líklegt að breyting hafi orðið á vinnubrögðum eftir að hann hætti, meira hafi verið farið út í samanburð á umsækjendum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert