Vonar enn að samningar náist

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist enn binda vonir við að kjaradeilu Icelandair og Flugfreyjufélagi Íslands ljúki með samkomulagi, þrátt fyrir að Icelandair hafi slitið viðræðum í morgun og sagt öllum flugfreyjum upp störfum.

Aðspurður segist Aðalsteinn ekki hafa vitað af því að þetta stæði til fyrr en hann fékk upplýsingar um það í morgun eftir fund Flugfreyjufélagsins og Icelandair. Hann segir báða aðila, Icelandair og Flugfreyjufélagið, hafa lýst því yfir í fjölmiðlum að viðræður væru árangurslausar og því hafi hann ekki metið sem svo að ástæða væri til að boða til formlegs samningafundar. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hefur sagt að flugfreyjur séu ekki tilbúnar til að gera nauðsynlegar breytingar og viðræður væru því komnar í hnút.

„Ég hef hins vegar verið í sambandi og ráðfært mig við samningsaðila. Ef ég met það svo að það verði árangursríkt að halda fundi þá boða ég þá,“ segir Aðalsteinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert