Flugfreyjur og Icelandair reyna enn að semja

Ljósmynd frá fyrri fundi samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair.
Ljósmynd frá fyrri fundi samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn sitja samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair við samningaborð ríkissáttasemjara hvert þær voru boðaðar í kvöld eftir að Icelandair kaus að slíta viðræðum við FFÍ og segja öllum flugfreyjum sínum upp í gær. 

Um er að ræða úrslitatilraun til að semja og sagðist Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari vonast til þess að samningar myndu nást þrátt fyrir atburði gærdagsins í samtali við mbl.is í gær. Það ætti að sýna hversu mikilvægt þykir að deiluaðilar nái saman að Aðalsteinn flaug í dag, laugardag, suður til Reykja­vík­ur frá Ísaf­irði til að hitta samn­inga­nefnd­irn­ar í Karp­hús­inu.

Icelanda­ir sagði upp öll­um flug­freyj­um fé­lags­ins í gær og boðaði að flug­menn myndu ganga í störf þeirra uns samið yrði við annað stétt­ar­fé­lag. Fé­lagið hef­ur ekki gefið upp hvaða stétt­ar­fé­lög þetta kunni að vera en af nýj­ustu tíðind­um er ljóst að ekki er öll nótt úti enn um að samn­ing­ar ná­ist við gamla stétt­ar­fé­lagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert