Jóhanna Sig: Uppsagnirnar „grimmileg aðför“

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrum formaður Samfylkingarinnar.
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrum formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

„Grimmileg aðför Icelandair að Flugfreyjufélagi Íslands er óskiljanlegur afleikur og mistök“, skrifar Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, á Facebook síðu sína þar sem hún gagnrýnir Icelandair harðlega fyrir að segja öllum flugfreyjum sínum upp. Jóhanna kallar eftir því að ríkisstjórnin taki málið fyrir en Jóhanna starfaði sjálf um hríð sem flugfreyja og átti sæti í stjórn Flugfreyjufélags Íslands frá 1963 - 1970. 

„Halda forsvarsmenn félagsins virkilega að það sé leiðin út úr vandanum að knésetja flugfreyjur/flugþjóna og stinga þau í bakið? Trúa þeir því í raun og veru að þetta sé leiðin að liðsinni lífeyrissjóðanna og stjórnvalda? Hvílík heimska.“

„Færa verkalýðsbaráttuna meira en öld aftur í tímann“

Samn­inga­nefnd­ir Flug­freyju­fé­lags Íslands og Icelanda­ir gera nú úr­slita­tilraun til þess að kom­ast að sam­komu­lagi um kjara­samn­ing flug­freyja við fé­lagið. Nefnd­irn­ar funda í hús­næði rík­is­sátta­semj­ara eins og stend­ur.

„Með því að sniðganga Flugfreyjufélag Íslands er verið að færa verkalýðsbaráttuna meira en öld aftur í tímann þar sem launafólk, ekki síst konur, var beitt kúgun, ofbeldi og hótunum af atvinnurekendum. Hvaða fordæmi er verið að skapa með svona ógnarstjórnun? Að atvinnurekendur geti bara leitað á önnur mið ef launþegar lúta ekki vilja þeirra? Þá sé leiðin bara að lama verkalýðshreyfinguna og stuðla að annars konar stéttarbaráttu þar sem leikreglur atvinnurekenda ráða för?“ skrifar Jóhanna sem kallar eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum. 

„ Við þessar aðstæður getur ríkisstjórnin ekki setið hjá aðgerðalaus. Hún hefur þá skyldu að forða gífurlegum átökum á vinnumarkaði sem enginn sér fyrir endann á.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert