Jóhanna Sig: Uppsagnirnar „grimmileg aðför“

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrum formaður Samfylkingarinnar.
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrum formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

„Grimmi­leg aðför Icelanda­ir að Flug­freyju­fé­lagi Íslands er óskilj­an­leg­ur af­leik­ur og mis­tök“, skrif­ar Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, á Face­book síðu sína þar sem hún gagn­rýn­ir Icelanda­ir harðlega fyr­ir að segja öll­um flug­freyj­um sín­um upp. Jó­hanna kall­ar eft­ir því að rík­is­stjórn­in taki málið fyr­ir en Jó­hanna starfaði sjálf um hríð sem flug­freyja og átti sæti í stjórn Flug­freyju­fé­lags Íslands frá 1963 - 1970. 

„Halda for­svars­menn fé­lags­ins virki­lega að það sé leiðin út úr vand­an­um að kné­setja flug­freyj­ur/​flugþjóna og stinga þau í bakið? Trúa þeir því í raun og veru að þetta sé leiðin að liðsinni líf­eyr­is­sjóðanna og stjórn­valda? Hví­lík heimska.“

„Færa verka­lýðsbar­átt­una meira en öld aft­ur í tím­ann“

Samn­inga­nefnd­ir Flug­freyju­fé­lags Íslands og Icelanda­ir gera nú úr­slita­til­raun til þess að kom­ast að sam­komu­lagi um kjara­samn­ing flug­freyja við fé­lagið. Nefnd­irn­ar funda í hús­næði rík­is­sátta­semj­ara eins og stend­ur.

„Með því að sniðganga Flug­freyju­fé­lag Íslands er verið að færa verka­lýðsbar­átt­una meira en öld aft­ur í tím­ann þar sem launa­fólk, ekki síst kon­ur, var beitt kúg­un, of­beldi og hót­un­um af at­vinnu­rek­end­um. Hvaða for­dæmi er verið að skapa með svona ógn­ar­stjórn­un? Að at­vinnu­rek­end­ur geti bara leitað á önn­ur mið ef launþegar lúta ekki vilja þeirra? Þá sé leiðin bara að lama verka­lýðshreyf­ing­una og stuðla að ann­ars kon­ar stétt­ar­bar­áttu þar sem leik­regl­ur at­vinnu­rek­enda ráða för?“ skrif­ar Jó­hanna sem kall­ar eft­ir viðbrögðum frá stjórn­völd­um. 

„ Við þess­ar aðstæður get­ur rík­is­stjórn­in ekki setið hjá aðgerðalaus. Hún hef­ur þá skyldu að forða gíf­ur­leg­um átök­um á vinnu­markaði sem eng­inn sér fyr­ir end­ann á.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka