Óttast haustið og veturinn

Aldís Hafsteinsdóttir.
Aldís Hafsteinsdóttir.

„Landsbyggðin er full af fólki þessa dagana, Íslendingum á ferðalagi. Það er bjart yfir akkúrat í augnablikinu. Staðreyndin er samt sú að það óttast allir haustið og veturinn og hvað gerist þá,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Stjórnvöld settu á fót samráðsteymi til að meta ástand og horfur vegna hruns ferðaþjónustunnar í kórónuveirufaraldrinum. Aldís sagði að sveitarfélög sem talin voru standa hvað höllustum fæti hefðu verið heimsótt í vor. Staða þeirra var mjög ólík.

„Það er staðreynd að staða sveitarfélaganna var misjöfn fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það endurspeglast líka í stöðu þeirra núna. Við höfum fyrst og fremst verið að vakta og fylgjast með. Það er þá hægt að grípa inn í ef á þarf að halda. Það voru settar 150 milljónir í þessa vinnu sem er hægt að nýta. En það liggur fyrir að sum sveitarfélög þurfa kannski minna á þessari aðstoð að halda en önnur,“ sagði Aldís. Hún sagði að hafist yrði handa aftur við þessa vinnu af fullum krafti þegar nær drægi hausti og sumarleyfum lyki.

Ljóst er að öll sveitarfélög munu fá minni útsvarstekjur á þessu ári en gert var ráð fyrir og þannig verða fyrir tekjutapi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert