Ljósmyndarinn Snorri Björnsson, sem þekktur er fyrir hlaðvarpsþættina The Snorri Björns Podcast Show, kom fyrstur íslenskra karla í mark í Laugavegshlaupinu í dag. Snorri hljóp á fjórum klukkustundum, 38 mínútum og 33 sekúndum.
Eins og áður hefur verið greint frá sigraði Litháinn Vaidas Zlabys í karlaflokki en hann hljóp á og fjórum klukkustundum, 17 mínútum og 30 sekúndur. Rannveig Oddsdóttir sigraði í kvennaflokki og setti nýtt mótsmet, 5 klukkustundir og 37 sekúndur.
Hlaupaleiðin er 55 kílómetrar en 530 keppendur lögðu af stað frá Landmannalaugum í morgun.
Í hlaðvarpsþáttum Snorra fær hann gjarnan til sín hlaupara sem gefa öðrum góð ráð.