Stór skjálfti við Grindavík

Grindavík með fjallið Þorbjörn í bakgrunni.
Grindavík með fjallið Þorbjörn í bakgrunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jarðskjálfti að stærð 4,1 varð 4,1 km norður af Grinda­vík rétt fyrir klukkan sex í morgun og hafa Veður­stof­unni borist til­kynn­ing­ar um að skjálft­ans hafi orðið vart í Grinda­vík og Reykja­nes­bæ.

Skömmu áður hafði skjálfti að stærðinni 3,2 orðið á svipuðum slóðum en hann fannst einnig í Grindavík og Reykjanesbæ. 

Um 40 eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu. Síðasti skjálfti yfir 3 að stærð á þessum slóðum mældist 9. júlí.

Fram kemur á vef Veðurstofunnar að enn mælist mikið af minni skjálftum á svæðinu og áfram eru líkur á fleiri stærri skjálftum.

Skjálfta­virkni hef­ur verið viðvar­andi á svæðinu und­an­farna mánuði í tengsl­um við af­lög­un vegna kvikuinn­skota í jarðskorp­unni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert