Sumarið kemur aftur á mánudaginn

Vatnavextir í Súgandafirði. Úrkoman á Vestfjörðum, sem var óeðlilega mikil …
Vatnavextir í Súgandafirði. Úrkoman á Vestfjörðum, sem var óeðlilega mikil miðað við árstíma, var til vandræða. Ljósmynd/Robert Schmidt

Þrátt fyrir að vonskuveður með norðanstreng og óvenjulega mikilli úrkomu hafi sett mark sitt á vestan- og norðanvert landið í gær kemur sumarið aftur eftir helgi, að sögn veðurfræðings.

Smálækir urðu að ám, dælubílar höfðu varla undan að losa stíflur, óhreint vatn komst í sundlaugina á Suðureyri, húsvagnar fóru út af og svo mætti lengi telja af afleiðingum veðurofsa gærdagsins.

Úrkoman var til vandræða fram eftir kvöldi í gær með vatnavexti, skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum og á Tröllaskaga.

„Þetta er ólíkt júlíveðri. Þetta er óvenjudjúp lægð en það sem er aðalatriðið er þessi gríðarmikla úrkoma sem fellur til á norðvesturhlutanum,“ segir Hrafn Guðmundsson veðurfræðingur.

Hrafn kveðst jafnframt geta staðfest að sumarið komi aftur á mánudaginn. „Spáin er mjög góð fyrir næstu viku. Það eru hægir vindar, eitthvað skúralegt þegar líður á vikuna en almennt meinlaust veður.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert