Jarðskjálfti sem var 4,5 að stærð varð á Reykjanesskaga klukkan 23:36, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Stærð skjálftans er nú staðfest.
Skjálftinn átti upptök sín 0,9 km suðvestur af Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu en síminn hefur ekki stoppað hjá Veðurstofa Íslands vegna tilkynninga frá fólki sem fann fyrir skjálftanum.
Skjálfti sem var 3,1 að stærð fylgdi í kjölfar þess stóra. Hann varð klukkan 23:46 1,5 kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli.
Sex aðrir skjálftar stærri en 3 hafa fylgt í kjölfarið.
Áður hafði komið fram að stærð skjálftans væri 4,5 stig, en Veðurstofan hefur nú uppfært tölur sínar eftir nánari greiningu. Er skjálftinn nú talinn hafa verið 5 stig að stærð.
Fréttin hefur verið uppfærð.