Jarðskjálfti að stærð 4,7 varð um 10 kílómetra norðvestur af Gjögurtá laust eftir klukkan þrjú í nótt. Skjálftinn fannst í Ólafsfirði, á Siglufirði, á Hofsósi, á Dalvík og á Húsavík. Skjálftinn er sá stærsti á svæðinu frá því 21. júní þegar skjálfti 5,8 að stærð mældist.
Yfir 60 eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu í kjölfarið.
Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá 19. júní og hafa um 14.000 misstórir skjálftar mælst á svæðinu.
Þrír skjálftar yfir 5 að stærð hafa mælst í hrinunni.
Enn mælist mikið af minni skjálftum á svæðinu og áfram eru líkur á því að fleiri stærri skjálftar muni verða.