Stærsti skjálftinn síðan 21. júní

Grjóthrun úr Gjögurtánni eftir jarðskjálfta í júní.
Grjóthrun úr Gjögurtánni eftir jarðskjálfta í júní. Ljósmynd/Sigurgeir Haraldsson

Jarðskjálfti að stærð 4,7 varð um 10 kíló­metra norðvest­ur af Gjög­ur­tá laust eft­ir klukk­an þrjú í nótt. Skjálft­inn fannst í Ólafs­firði, á Sigluf­irði, á Hofsósi, á Dal­vík og á Húsa­vík. Skjálft­inn er sá stærsti á svæðinu frá því 21. júní þegar skjálfti 5,8 að stærð mæld­ist.

Yfir 60 eft­ir­skjálft­ar hafa mælst á svæðinu í kjöl­farið.

Skjálfta­hrina hef­ur staðið yfir á svæðinu frá 19. júní og hafa um 14.000 mis­stór­ir skjálft­ar mælst á svæðinu.

Þrír skjálft­ar yfir 5 að stærð hafa mælst í hrin­unni.

Enn mæl­ist mikið af minni skjálft­um á svæðinu og áfram eru lík­ur á því að fleiri stærri skjálft­ar muni verða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert