Annar skjálfti 4,6 að stærð á Reykjanesi

Skjálftahrinan hófst við rætur fjallsins Þorbjarnar.
Skjálftahrinan hófst við rætur fjallsins Þorbjarnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um níu hundruð skjálftar hafa mælst á Reykjanesi frá því á miðnætti, sá stærsti 4,6 að stærð, og reið hann yfir klukkan 5:46 í morgun. Skjálftarnir fylgja eftir skjálfta af stærð 5,0 sem mældist rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi og fannst vel á höfuðborgarsvæðinu.

Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir að Veðurstofunni hafi borist á fimmta hundrað tilkynninga frá fólki sem fann skjálftann, allt austur að Vík í Mýrdal. 

Skjálftahrina hefur staðið yfir á Reykjanesi frá því í febrúar, þegar jörð skalf undir fjallinu Þorbirni, en Bjarni segir að upptök skjálftanna hafi færst eilítið austar og mælast þeir nú nær Fagradalsfjalli. „Þetta heldur áfram hérna. Skjálftarnir eru búnir að minnka aðeins að stærð í nótt, en eflaust verða nokkrir í viðbót í kringum fjögur að stærð,“ segir Bjarni. 

Engin merki eru þó um gosóróa á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert