Grjóthrun í kjölfar stóra skjálftans

Eins og sjá má á kortinu hafa fjölmargir skjálftar mælst …
Eins og sjá má á kortinu hafa fjölmargir skjálftar mælst á Reykjanesi í frá því í gærkvöldi. Ljósmynd/Veðurstofa Íslands

Veðurstofunni hafa borist upplýsingar um grjóthrun í Festarfjalli í kjölfar jarðskjálftahrinu á Reykjanesi. Fjallið er um sex kílómetra suðvestan af upptökum stóra skjálftans sem varð við Fagradalsfjall laust fyrir miðnætti.

Fjölmargir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfar skjálfta af stærðinni 5 sem varð við Fagradalsfjall á Reykjanesi klukkan 23:36 í gærkvöldi. 

Stærstu eftirskjálftarnir voru 4,6 af stærð kl 05:46 og 4,3 að stærð kl 06:23 í dag. Eftirskjálftarnir hafa, líkt og stóri skjálftinn, fundist víða á suðvesturhluta landsins.

Kort/Veðu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert