Kvennaathvarfið býst við auknu álagi í haust

Sigþrúður Guðmundsdóttir.
Sigþrúður Guðmundsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins á von á því að aðsókn í þjónustu athvarfsins muni aukast í vetur.

Er það vegna þess að konur tilkynna oft ekki um ofbeldi samstundis og því kann vel að vera að einhver heimilisofbeldismál sem komið hafi upp í kórónuveirufaraldrinum eigi enn eftir að koma upp á yfirborðið.

Þá gætu fjárhagsþrengingar vegna faraldursins farið að segja til sín í haust þegar þeir sem sagt hefur verið upp vegna hans ljúka störfum á uppsagnarfresti.

„Kórónuveirufaraldurinn er nokkuð sem við reiknuðum með að myndi ganga yfir, en síðan tekur lífið við og þá getur komið á daginn að ofbeldið á heimilinu er ekki tímabil,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins.

Fleiri konur en nokkru sinni hafa þá tilkynnt við komu til athvarfsins að ofbeldi gegn börnum hafi átt sér stað á heimili þeirra. Hún vonast til þess að það sé vegna vitundarvakningar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert