Hið stóra samhengi sögunnar, umhverfismál, traust fólks á meðal og samskipti á viðsjárverðum tímum kórónuveirunnar bar á góma í ræðum á Skáholtshátíð sem haldin var í gær.
Kristján Björnsson vígslubiskup og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fluttu hátíðarræður dagsins, en fjölmenni var í Skálholti í gær.
Hátíðarmessa hófst á því að prósessía kórs og hempuklædds kennifólks gekk frá skólahúsi í kirkju. Fremstar í flokki voru þær María Rut Baldursdóttir, prestur á Hornafirði, sem hér sést til vinstri, og Aldís Rut Gísladóttir, prestur við Langholtskirkju í Reykjavík, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.