Brotist inn í Odda í þrígang á viku

Gengið úr Odda yfir í Gimli. Mynd úr safni.
Gengið úr Odda yfir í Gimli. Mynd úr safni. Ljósmynd/Háskóli Íslands

Brotist hefur verið inn í Odda Háskóla Íslands í þrígang undanfarna viku og hefur tölvum og öðru sem hægt er að koma í verð verið stolið.

Þetta staðfestir Björn Auðun Magnússon, deildarstjóri reksturs fasteigna hjá Háskólanum, í samtali við mbl.is.

„Þeir komu að honum hérna í morgun en hann komst undan á hlaupum,“ segir Björn. Um hafi verið að ræða þriðja innbrotið á viku. Talið er að um sé að ræða sama aðila.

Málið er á borði lögreglu og í rannsókn, að sögn Bjarnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert