Fimm skipverjar dvelja nú í sóttvarnahúsinu við Rauðarárstíg. Tveir þeirra eru með staðfest smit og hinir þrír í sóttkví vegna nálægðar við þá. Þetta staðfestir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður hússins.
Samkvæmt heimildum mbl.is eru skipverjarnir af farskipinu Seaboss, sem lagðist að bryggju við Grundartanga á miðvikudag eftir siglingu þangað frá Brasilíu.
Alls dvelja nú 25 í sóttvarnahúsunum við Rauðarárstíg, þar af fimm með staðfest smit.