Grótta verði lokuð áfram

Útivistarperla í nágrenni borgarinnar, sem notið hefur vaxandi vinsælda, meðal …
Útivistarperla í nágrenni borgarinnar, sem notið hefur vaxandi vinsælda, meðal annars hjá ferðamönnum mbl.is/Hari

Um­hverf­is­stofn­un hef­ur gert út­tekt á Gróttu á Seltjarn­ar­nesi og tel­ur mik­il­vægt að fram­lengja lok­un henn­ar, þar sem hætta sé á veru­legri rösk­un á fugla­lífi.

Um­rætt svæði er skil­greint sem friðland skv. aug­lýs­ingu nr. 13/​1984 og er um­ferð óviðkom­andi fólks bönnuð á tíma­bil­inu 1. maí til 15. júlí. Svæðið ná­lægt Gróttu, sem og Grótta, er vin­sælt úti­vist­ar­svæði og því mik­il­vægt talið að bregðast við sem fyrst. Því hef­ur Um­hverf­is­stofn­un verið að und­ir­búa lok­un á svæðinu til að vernda fugla­lífið og átti hún að taka gildi í gær, 20. júlí.

Þar seg­ir að ef veru­leg hætta sé á tjóni af völd­um mik­ill­ar um­ferðar eða vegna sér­stak­lega viðkvæms ástands nátt­úru geti Um­hverf­is­stofn­un ákveðið að tak­marka um­ferð eða loka viðkom­andi svæði tíma­bundið fyr­ir ferðamönn­um að feng­inni til­lögu hlutaðeig­andi sveit­ar­fé­lags eða land­eig­anda eða að eig­in frum­kvæði. Tak­mörk­un­in eða lok­un­in skal að jafnaði ekki standa leng­ur en tvær vik­ur en ef nauðsyn kref­ur er heim­ilt að fram­lengja hana, að feng­inni staðfest­ingu ráðherra, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert