Hefur beðið í ár eftir þjónustu

Dagur hefur ekki fengið skýringar á ársbið eftir NPA þjónustu.
Dagur hefur ekki fengið skýringar á ársbið eftir NPA þjónustu. Ljósmynd/Aðsend

Dagur Steinn Elfu Ómarsson hefur ekki enn fengið notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) frá Reykjavíkurborg fyrir fatlað fólk, þrátt fyrir að umsókn hans hafi verið samþykkt fyrir ári, í júlí 2019.

„Svona er þetta bara. Mig langar að geta verið einn,“ segir Dagur.

Dagur situr sjaldan auðum höndum og hefur gaman af alls kyns útivist og fótboltaleikjum. Hann býr nú hjá foreldrum sínum og segir óvissuna óþægilega, þar sem hann vill upplifa það sjálfstæði sem NPA-aðstoð býður upp á.

Dagur er mikið fyrir útivist og ferðaðist hringinn um landið …
Dagur er mikið fyrir útivist og ferðaðist hringinn um landið nýverið. Ljósmynd/Aðsend

Með bréfi frá Reykjavíkurborg, þar sem honum var tjáð að umsókn hans hefði verið samþykkt, fylgdi eftirfarandi fyrirvari:

„Vakin er athygli á því að þó svo að umsókn þín um notendastýrða persónulega aðstoð hafi verið samþykkt er ekki unnt að veita umrædda þjónustu að svo stöddu. Samþykktar umsóknir um NPA-aðstoð raðast eftir forgangsröð hverju sinni [...].“

Seinasta þjónustuúthlutun var í júlí 2019 og fengu þá fimm einstaklingar úthlutaðan samning en 19 settir á biðlista og þar af sjö á forgangsbiðlista. Úthlutunarteymi, sem skipað er samkvæmt erindisbréfi frá Reykjavíkurborg, sér um veitingu þjónustunnar en engar reglur eru til um starfshætti þess.

Þá hefur Reykjavíkurborg ekki getað upplýst Dag um hvort hann sé á forgangslista né hvar hann sé staddur á biðlista.

Þórdís L. Guðmundsdóttir, staðgengill skrifstofustjóra skrifstofu um málefni fatlaðs fólks á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, segir að ekki hafi verið heimild til að veita NPA-þjónustu síðan í júlí 2019, þar sem fjármagn til þess skorti.

„Úthlutunarteymið hefur ekki verið við störf á þessu ári vegna þess að við höfum ekki getað gert fleiri samninga um NPA. Það er ekki nægt fjármagn í málaflokknum,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert