Íslendingar flytja heim í kórónuveirufaraldrinum

Þau taka á móti komufarþegum í Leifsstöð.
Þau taka á móti komufarþegum í Leifsstöð. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Um 230 fleiri Íslendingar hafa á fyrri hluta ársins flutt heim frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku en fluttu þangað. Búferlaflutningarnir voru hins vegar í jafnvægi í fyrra.

Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Reykjavík Economics, segir skýringuna á jákvæðum flutningsjöfnuði frá Norðurlöndum mögulega þá að námsmenn hafi flutt aftur heim vegna faraldursins.

Það sé ótímabært að draga of víðtækar ályktanir af þessari þróun í ár, segir Magnús Árni í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert