Lögregluþjónar á Suðurnesjum kvarta yfir einelti

Starfsmennirnir tveir leituðu til fagráðs lögreglunnar fyrir um mánuði.
Starfsmennirnir tveir leituðu til fagráðs lögreglunnar fyrir um mánuði. mbl.is/Arnþór Birkisson

Tveir starfsmenn lögreglunnar á Suðurnesjum hafa kvartað undan einelti á vinnustað til fagráðs lögreglu og er málið nú á borði dómsmálaráðuneytisins. 

Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV, en þar sagði jafnframt að uppsögn fulltrúa hjá embættinu í fyrra hafi verið dæmd ólögmæt.

Starfsmennirnir tveir leituðu til fagráðs lögreglunnar fyrir um mánuði, en samkvæmt heimildum RÚV kvörtuðu þeir undan tveimur yfirmönnum, þeirra á meðal Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, yfirlögfræðingi lögregluembættisins. Alda Hrönn hafði stöðu sakbornings í LÖKE-málinu svokallaða en var málið látið niður falla.

Í fyrra var fulltrúa á lögfræðisviði, sem Alda Hrönn stýrir, sagt upp störfum, en ríkislögmaður hefur komist að þeirri niðurstöðu að uppsögnin hafi verið ólögmæt og hefur ríkið viðurkennt bótaskyldu, að því er fram kemur í frétt RÚV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert