Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um breyttar reglur um samkomutakmarkanir, sem taka gildi þriðjudaginn 4. ágúst. Verða núgildandi reglur því framlengdar þangað til.
Breytingarnar, sem taka gildi 4. ágúst, eru þær að fjöldatakmörkun samkoma mun miða við 1.000 manns í stað 500. Þá mega skemmti-staðir og aðrir vínveitingastaðir hafa opið til miðnættis í stað 23 eins og verið hefur.
Í minnisblaði sóttvarnalæknis segir að nú þegar skimanir á landamærum séu komnar í gott horf sé ljóst að opnun landamæra hafi ekki leitt til aukningar á innanlandssmitum. Fjórtán virk smit hafa greinst á landamærunum hjá þeim 30.000 farþegum sem farið hafa í skimun og ellefu innanlandssmit greinst frá þeim. Engin önnur innanlandssmit hafa greinst frá 15. júní.