Ferðaþjónustan hefur blómstrað í júlímánuði

Hornafjörður. Mikið hefur verið um að vera á svæðinu síðustu …
Hornafjörður. Mikið hefur verið um að vera á svæðinu síðustu vikur. Ljósmynd/Sveitarfélagið Hornafjörður

„Það hefur verið mjög mikið að gera á tjaldstæðinu og í verslunum á svæðinu. Ferðaþjónustuaðilar eru mjög ánægðir,“ segir Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, um mikinn fjölda ferðamanna í sveitarfélaginu undanfarnar vikur.

Líkt og og víðast hvar á landinu urðu ferðaþjónustuaðilar á Hornafirði fyrir höggi sökum faraldurs kórónuveiru. Lítið var um að vera á svæðinu eftir að veiran tók að breiðast út. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um að fara í öfluga markaðssetningu með það fyrir augum að fá Íslendinga til að sækja Hornafjörð heim.

„Þetta datt auðvitað allt niður þegar faraldurinn var á fleygiferð. Hins vegar tók þetta að glæðast í byrjun júlí. Við höfum verið að reyna að ná innanlandsmarkaðnum og hann er gjöfulli en ég átti von á. Það er mikið fólk í bænum vegna þess, en að auki eru nokkrir útlendingar,“ segir Matthildur í Morgunblaðinu í dag og tekur fram að veður á svæðinu hafi verið mjög gott. Það hafi eflaust ýtt undir ferðir fólks til Hornafjarðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert