Skáru niður yfirbyggingu og afþökkuðu hærri laun

Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts.
Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts. mbl.is/Kristinn Magnússon

Starfsmönnum Íslandspósts hefur fækkað um fjórðung síðan endurskipulagning félagsins hófst fyrir ári eftir þungan rekstur árum saman. Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, tók við félaginu í maí í fyrra.

Síðan hefur hann meðal annars fækkað stjórnendum um 30%, starfsmönnum í upplýsingatækni um 25% og almennum skrifstofumönnum um 27%. Fyrir vikið hefur starfsfólki fækkað úr 1.060 í 790.

Jafnframt hafa dótturfélög verið seld og fasteignir verið settar í sölu. „Það lætur nærri að við höfum náð að skera kostnað niður um 1.100 milljónir á ári,“ segir Birgir. „Það er gríðarlegur metnaður hjá okkur öllum hjá Póstinum að standa okkur vel í þessu verkefni og sem dæmi afsöluðu lykilstjórnendur Póstsins sér kjarasamningsbundnum launahækkunum nú í vor,“ segir Birgir, en ýtarlegt viðtal við hann birtist í ViðskiptaMogganum í dag.

Hann segir tekjur hafa dregist saman um 500-700 milljónir vegna faraldursins. Óvíst sé hvort þetta sé tekjutilfærsla eða tekjutap. Á hinn bóginn sé stefnt að því að geta senn greitt eigandanum, ríkinu, arð.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert