Umferð dreifðist misjafnlega í júní

Bílastraumur út úr bænum.
Bílastraumur út úr bænum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Umferðin á hringveginum við höfuðborgarsvæðið í júní var meiri en í júní í fyrra, sem var metmánuður. Þetta má ráða af mælingum Vegagerðarinnar en um er að ræða meðaltal innan mánaðar. Um er að ræða talningarstaði á og við höfuðborgarsvæðið, á Geithálsi og við Úlfarsfell.

Hins vegar dróst umferðin mikið saman utan svæðisins. Þannig var hún rúmlega 22% minni á Suðurlandi, rúmlega 9% minni á Vesturlandi, um 20% minni á Norðurlandi og um 35% minni á Austurlandi. Birtist þar mikil fækkun bílaleigubíla vegna mikillar fækkunar erlendra ferðamanna í kjölfar kórónuveirufaraldursins.

Almennt stóð aukin umferð á mánudögum undir aukningu í umferð á höfuðborgarsvæðinu í júní sem leið. Við þá talningu er tekið tillit til fleiri teljara en hér, enda aðeins horft til umferðar við hringveg, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert