Góð spretta og fyrri slætti er víða lokið

Safn Hrunamanna kemur af fjalli.
Safn Hrunamanna kemur af fjalli. mbl.is/Sigurður Sigmundsson

Heyskapur á Suðurlandi er langt kominn og fólk í sveitunum er ánægt með gæði þeirra heyja sem fyrir liggja.

„Síðan stytti upp í kringum 17. júní hefur þetta gengið ljómandi vel. Hér á Suðurlandi hefur verið hlýtt í veðri og sprettan því góð. Skúradembur í hóflegum skömmtum hafa hjálpað til svo oft er kafagras á túnum,“ segir Sigurður Ágústsson, bóndi í Birtingaholti í Hrunamannahreppi.

Sigurður rekur stórbú með fjölskyldu sinni undir merkjum Foldvegs og á vegum Fögrusteina og Túnfangs sinnir hann heyskap fyrir um tuttugu bændur í uppsveitum Árnessýslu, á Skeiðunum, Flóanum og víðar eftir atvikum. Starfar meðal annars fyrir kúabændur, sem eru með á bilinu 30 til 170 mjólkurkýr. Heyskap þessum fylgir mikil vinna og algengast er í störfum Sigurðar og hans manna að heyjað sé í útistæður, flatgryfjur, stórbagga og útistæður. „Jú, vinnudagarnir eru oft langir. En við kvörtum ekki, því starfið er áhugavert og gaman að vera við störf í bjartri sumarnóttinni,“ segir Birtingaholtsbóndinn.

Í Landeyjunum í Rangárþingi eystra er heyskapur langt kominn. Fyrri slætti er lokið og Jóhann Nikulásson bóndi í Stóru-Hildisey II lauk annarri yfirferð á túnunum sl. mánudagskvöld. Töðuna verkar hann að mestu leyti í stæður og flatgryfjur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert