Ísland tekur þátt í samstarfsverkefni um bóluefni

Ljósmynd/Lögreglan

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sett af stað samstarfsverkefni nokkurra stofnana og fjölmargra landa, COVAX, sem styðja á við þróun og réttláta dreifingu bóluefnis á milli landa.

Ísland verður þátttakandi í verkefninu og mun þannig tryggja sér bóluefni þegar þar að kemur. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna.

Þar sagði hann að takmark verkefnisins væri að 20% íbúa þeirra landa sem taka þátt verði bólusett fyrir lok árs 2021, en 80 lönd hafa lýst áhuga á þátttöku, þ.m.t. öll Norðurlöndin.

Reiknað er með að fólk þurfi tvær bólusetningar, sem kosta 35 Bandaríkjadali hvor. Því má áætla að kostnaður við að bólusetja 20% þjóðarinnar gæti orðið um 700 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert