Kaupmáttur nær aldrei verið meiri

Kaupmáttur hér á landi er nú í hæstu hæðum.
Kaupmáttur hér á landi er nú í hæstu hæðum. mbl.is/Árni Sæberg

Kaupmáttur hér á landi er í hæstu hæðum. Hann hafði aldrei mælst hærri en í apríl fyrr á þessu ári, en hefur dregist eilítið saman síðustu tvo mánuði. Þrátt fyrir það er kaupmátturinn síðustu þrjá mánuði hærri en nokkurn tímann áður. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans.

Vísitala neysluverðs hækkaði einungis um 2,2% milli aprílmánaða árið 2019 og 2020. Launavísitalan hækkaði um 6,7% á sama tímabili og er kaupmáttaraukningin því umtalsverð. Það þykir sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að heimsfaraldur kórónuveiru hefur haft slæm áhrif á efnahagslífið hér á landi.

Séu launahækkanir opinbera og almenna markaðarins bornar saman má sjá að laun opinberra starfsmanna hafa hækkað meira. Hafa þau hækkað um 7,8% samanborið við 6,8% á almennum vinnumarkaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert