Sérstakt að kæra og ekki birta samning

Álver Rio Tinto í Straumsvík.
Álver Rio Tinto í Straumsvík. mbl.is/Árni Sæberg

Rio Tinto lagði í gær fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna „misnotkunar Landsvirkjunar á yfirburðastöðu fyrirtækisins gagnvart ISAL.

Í tilkynningu frá álframleiðandanum segir að láti Landsvirkjun ekki „af skaðlegri háttsemi sinni“ hafi það ekki annan kost en að íhuga að segja orkusamningu sínum upp og virkja áætlun um lokun. Um 500 manns starfa hjá álverinu.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir kæruna hafa komið verulega á óvart. Þá segir hann erfitt að tjá sig efnislega um málið þar sem Rio Tinto neiti að aflétta trúnaði á samningnum. „Það er mjög sérstakt að leggja fram þessa kæru og tjá sig efnislega um samninginn með þessum hætti en vera svo ekki tilbúnir að leggja hann á borðið,“ segir Hörður. Hann segir að fyrirtækið telji sig að öllu leyti fara eftir samkeppnislögum á Íslandi og í Evrópu og skoða verði framhaldið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert