20% starfsfólks ráðin á ný

Íshellirinn í Langjökli hefur verið vel sóttur í sumar og …
Íshellirinn í Langjökli hefur verið vel sóttur í sumar og er vinsæll á meðal Íslendinga. Ljósmynd/Arctic Adventures

Ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures hefur endurráðið 20% af því starfsfólki sem áður vann hjá fyrirtækinu.

Arctic Adventures sagði öllum 152 starfsmönnum sínum upp í lok apríl vegna þeirra áhrifa sem kórónuveiran hafði á reksturinn en að sögn Styrmis Þórs Bragasonar, forstjóra fyrirtækisins, er nú áætlað að veltan verði 30-35% af því sem hún var í fyrra.

Þá nam hún sex milljörðum króna. Það sem af er júlí nemur aðsókn í ferðir fyrirtækisins um 26% af því sem hún var í fyrra. „Þetta er betra en maður átti von á. Þetta er allt að þróast í rétta átt en auðvitað miklu minna en áður. Ef maður horfir einn og hálfan mánuð aftur í tímann er þetta mun betra en búast mátti við,“ segir Styrmir í samtali við Morgunblaðið en hann tilkynnti starfsfólki tíðindin í vikunni.

Í samtali í Morgunblaðinu í dag segir Styrmir að í ljósi þeirra erfiðleika sem ferðaþjónustan stendur frammi fyrir sé þörf á samþjöppun í greininni til þess að minnka yfirstjórnunarkostnað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert