Erlendir nemar hætta við út af veiru

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands.

Starfs­fólk skrif­stofu alþjóðasam­skipta Há­skóla Íslands hef­ur orðið vart við að er­lend­ir nem­end­ur séu að hætta við að koma í nám í HÍ í haust vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru, að sögn Friðriku Þóru Harðardótt­ur, for­stöðumanns skrif­stofu alþjóðasam­skipta.

Á síðasta skóla­ári voru er­lend­ir nem­end­ur við há­skól­ann 1.550 tals­ins, bæði skipt­inem­ar og er­lend­ir nem­ar á eig­in veg­um, en óvíst er hversu marg­ir þeir verða næsta haust.

„Skipt­inem­ar koma á grund­velli samn­inga okk­ar við er­lenda há­skóla víðs veg­ar um heim­inn. Marg­ir skól­ar hafa þegar tekið þá ákvörðun að taka fyr­ir skipti­nám, að minnsta kosti á haust­miss­eri, og heim­ila hvorki sín­um nem­end­um að fara né að taka á móti nem­end­um,“ seg­ir Friðrika í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

„Aðrir nem­end­ur sæta ferðatak­mörk­un­um, erfitt [er fyr­ir þá] að út­vega fylgigögn og fá vega­bréfs­árit­an­ir, eða [það] sem er kannski al­geng­ara að þeir treysti sér ekki til að ferðast á þess­um óvissu­tím­um.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert