Erlendir nemar hætta við út af veiru

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands.

Starfsfólk skrifstofu alþjóðasamskipta Háskóla Íslands hefur orðið vart við að erlendir nemendur séu að hætta við að koma í nám í HÍ í haust vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, að sögn Friðriku Þóru Harðardóttur, forstöðumanns skrifstofu alþjóðasamskipta.

Á síðasta skólaári voru erlendir nemendur við háskólann 1.550 talsins, bæði skiptinemar og erlendir nemar á eigin vegum, en óvíst er hversu margir þeir verða næsta haust.

„Skiptinemar koma á grundvelli samninga okkar við erlenda háskóla víðs vegar um heiminn. Margir skólar hafa þegar tekið þá ákvörðun að taka fyrir skiptinám, að minnsta kosti á haustmisseri, og heimila hvorki sínum nemendum að fara né að taka á móti nemendum,“ segir Friðrika í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Aðrir nemendur sæta ferðatakmörkunum, erfitt [er fyrir þá] að útvega fylgigögn og fá vegabréfsáritanir, eða [það] sem er kannski algengara að þeir treysti sér ekki til að ferðast á þessum óvissutímum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert