Kosið 25. september 2021

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra mun leggja til að næstu alþing­is­kosn­ing­ar verði haldn­ar 25. sept­em­ber 2021. Þetta seg­ir hún í sam­tali við mbl.is.

Yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili lýk­ur 23. októ­ber 2021 og ekki hefði þurft að boða til kosn­inga fyrr en þá. Síðustu vik­ur hef­ur Katrín hins veg­ar átt í viðræðum við for­ystu­menn hinna stjórn­mála­flokk­anna um dag­setn­ingu kosn­inga, en full­trú­ar stjórn­ar­and­stöðunn­ar höfðu kallað eft­ir því að kosið yrði að vori 2021. Það væri í sam­ræmi við hefð og gæfi nýrri rík­is­stjórn meira svig­rúm til að móta fjár­laga­frum­varp næsta árs en ef tekið er við valdataum­um að hausti. 

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Katrín að til­laga henn­ar sé því eins kon­ar mála­miðlun. „Hér [í sept­em­ber 2021] erum við kom­in að lok­um kjör­tíma­bils, en erum líka að taka til­lit til færðar og veðurs,“ seg­ir Katrín. Þá tel­ur hún al­gjör­lega nægj­an­legt svig­rúm til að vinna fjár­lög fyr­ir rík­is­stjórn sem tek­ur við völd­um að lokn­um kosn­ing­un­um. 

„Um­hverfi fjár­laga­vinn­unn­ar er al­veg breytt,“ seg­ir Katrín og vís­ar þar vænt­an­lega í lög um op­in­ber fjár­lög en sam­kvæmt þeim byggja fjár­lög á fjár­mála­stefnu til nokk­urra ára. Katrín seg­ir aðspurð að góð samstaða sé inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar um dag­setn­ing­una og seg­ist ekki sjá eft­ir þess­um eina mánuði af kjör­tíma­bil­inu. 

Sam­kvæmt stjórn­ar­skránni er það hlut­verk for­seta Íslands að stytta kjör­tíma­bil Alþing­is, en það er gert að til­lögu for­sæt­is­ráðherra. Því má ætla að dag­setn­ing­in 25. sept­em­ber 2021 standi nema eitt­hvað stór­vægi­legt komi upp á í millitíðinni.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert