Súrálskraninn kveður álverið í Straumsvík

Bóma súrálskranans sígur til jarðar í Straumsvík.
Bóma súrálskranans sígur til jarðar í Straumsvík. mbl.is/Arnþór Birkisson

Bóman af súrálskrananum við álverið í Straumsvík var tekin niður með logsuðutækjum í gær.

Með því lýkur kafla í iðnsögunni, en kraninn, sem kallaður var Heberinn, var settur upp árið 1969, fyrst sem skóflukrani en varð súrálskrani 1980.

Að sögn Ingvars Jóels Ingvarssonar, starfsmanns Hringrásar, voru tveir kranar notaðir við niðurrifið af öryggisástæðum, en bóman vó 30 tonn. Heberinn verður rifinn á næstu vikum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert