Geitungar í sumar eru ekki færri en þeir voru í fyrra; þeir voru einfaldlega seinna á ferðinni vegna kulda í vor, að sögn meindýraeyðis sem taldi fyrr í júlí að færri geitungar væru á ferðinni.
„Nokkrum dögum seinna kom þetta venjulega,“ segir meindýraeyðirinn, Steinar Smári Guðbergsson. Hann segir að búin séu minni en í fyrra en geitungarnir séu þó alveg jafn margir.
„Það er alltaf nóg af geitungum. Maður fær alltaf fréttir frá Náttúrufræðistofnun um að það séu færri geitungar en það hefur alltaf verið aukning hjá mér, þótt ég finni kannski ekki fyrir aukningu þetta árið,“ segir Steinar í Morgunblaðinu í dag.