Viðbragðsáætlun vegna hópslysa

Almannavarnir Samhæfingarstöðin gegnir mikilvægu hlutverki
Almannavarnir Samhæfingarstöðin gegnir mikilvægu hlutverki mbl.is/Eggert Jóhannesson

Drög að viðbragðsáætlun vegna hópslysa á höfuðborgarsvæðinu hafa verið birt. Að útgáfu draganna standa almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og Ríkislögreglustjórinn.

Í viðbragðsáætluninni er fjallað um skipulag og stjórnun aðgerða verði hópslys á höfuðborgarsvæðinu sem flokkast á neyðarstigi gulu og rauðu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Markmið áætlunarinnar er að tryggja skipulögð viðbrögð við hópslysum og að þolendum berist nauðsynleg aðstoð á sem skemmstum tíma. Viðbragðsáætlunin er til leiðbeiningar um fyrstu viðbrögð en felur ekki í sér endanleg fyrirmæli. Þannig getur lögreglustjóri ákveðið breytta starfstilhögun með tilliti til ástands og aðstæðna hverju sinni,“ segir í inngangi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert