Eins og að fresta jólunum

Herjólfsdalur lýstur upp í flugeldasýningu.
Herjólfsdalur lýstur upp í flugeldasýningu. Ófeigur Lýðsson

„Þetta er svaka­legt; álíka og að fresta jól­un­um. Þið verðið bara að sætta ykk­ur við þetta; það verða eng­ar gjaf­ir í ár og eng­in messa,“ seg­ir Dóra Guðrún Þór­ar­ins­dótt­ir, grunn­skóla­kenn­ari í Vest­manna­eyj­um, um þá ákvörðun að af­lýsa Þjóðhátíð í bæn­um vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins.

Enda þótt Þjóðhátið verði ekki með hefðbundnu sniði í ár er Dóra Guðrún ekki í nokkr­um vafa um að þjóðhátíðarstemn­ing verði í Eyj­um um versl­un­ar­manna­helg­ina. „Við fjöl­skyld­an ætl­um alla vega að halda okk­ar striki og í stað þess að tjalda í Daln­um tjöld­um við bara heima í garði. Í stað þess að fara á tón­leika horf­um við bara á Tóna­flóð á RÚV og Heima með Helga Björns í Sjón­varpi Sím­ans. Það verður brenna á miðnætti á föstu­dags­kvöld­inu og þá ger­um við okk­ur ferð í Dal­inn og svo verður brennukaffi heima á eft­ir. Það er mjög mik­il­vægt að halda sömu venj­un­um, klæða sig upp, baka og smyrja fyr­ir krakk­ana og okk­ur öll; það verða fast­ir liðir eins og venju­lega – bara heima í garði.“

Dóra Guðrún hef­ur verið að taka púls­inn á fólk­inu í kring­um sig og seg­ir marga hafa sömu áform. „Það verður tjaldarölt milli vina og kunn­ingja alla helg­ina; annað gengi ekki upp enda er Þjóðhátíð fyrst og fremst við fólkið. Hún er hluti af sál­inni okk­ar og eng­in leið að leggja hana niður, þótt hún verði í þetta eina skipti með óhefðbundnu sniði.“

Hún á von á fjöl­mörg­um gest­um til Eyja um versl­un­ar­manna­helg­ina. „Það koma alla vega fimm manns til mín og mér skilst að lítið sé um afp­ant­an­ir hjá Herjólfi. Fólkið sem kem­ur alltaf, brott­flutt­ir Eyja­menn, aðrir vel­unn­ar­ar og tengt fólk, held­ur bara sínu striki og kem­ur. Margt af þessu fólki er löngu búið að leigja sér hús og gist­ingu.“

Dóra Guðrún Þórarinsdóttir í Túni.
Dóra Guðrún Þór­ar­ins­dótt­ir í Túni.


Vissu­lega mik­il von­brigði

ÍBV hef­ur veg og vanda af Þjóðhátíð og Hörður Orri Grett­is­son, fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins, seg­ir það vissu­lega mik­il von­brigði að ekki verði hægt að halda hátíðina í ár. Það hafi auðvitað mikið fjár­hags­legt tjón í för með sér enda þótt hann vilji ekki nefna nein­ar upp­hæðir í því sam­bandi. „Það er al­veg ljóst að ÍBV mun ekki koma að neinni dag­skrá hér í Eyj­um um versl­un­ar­manna­helg­ina.“

Spurður hvað þetta þýði fyr­ir rekst­ur fé­lags­ins á kom­andi mánuðum svar­ar Hörður Orri: „Þegar tekj­ur sem gert hafði verið ráð fyr­ir skila sér ekki þarf að leita annarra leiða. Um tvennt er að ræða í því sam­bandi, ann­ars veg­ar að afla tekna með öðrum leiðum eða draga úr kostnaði. Við erum að fara yfir þessi mál núna og von­umst meðal ann­ars til að eiga viðræður við bæj­ar­yf­ir­völd um það hvort þau komi til með að bæta okur tjónið með ein­hverj­um hætti.“

Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV.
Hörður Orri Grett­is­son, fram­kvæmda­stjóri ÍBV.


Hefðbund­in helgaráætl­un

Eins og áður var Vest­manna­eyja­ferj­an Herjólf­ur búin að stilla upp sigl­inga­áætl­un í sam­starfi við ÍBV fyr­ir versl­un­ar­manna­helg­ina. Sú áætl­un fór að von­um fyr­ir lítið þegar Þjóðhátíð var af­lýst. „Eins og planið lít­ur út núna verður þetta bara hefðbund­in helgaráætl­un hjá okk­ur miðað við árs­tíma; við reikn­um með að sigla sjö sinn­um á dag frá fimmtu­degi og fram á þriðju­dag,“ seg­ir Guðbjart­ur Ell­ert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Herjólfs. „Þegar þar að kem­ur þurf­um við svo bara að meta hvort bæta þurfi við ferðum að höfðu sam­ráði við þar til bæra aðila. Við fylgj­um að sjálf­sögðu fyr­ir­mæl­um og gæt­um þess að virða fjölda­tak­mark­an­ir.“

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs.
Guðbjart­ur Ell­ert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Vest­manna­eyja­ferj­unn­ar Herjólfs. Morg­un­blaðið/Ó​skar Pét­ur Friðrikss


Ekk­ert fast í hendi

Haf­dís Kristjáns­dótt­ir, sem rek­ur tjaldsvæðin í Vest­manna­eyj­um, seg­ir mikla óvissu ríkja með fjölda gesta um versl­un­ar­manna­helg­ina. „Maður heyr­ir orðróm um að straum­ur­inn liggi hingað en ekk­ert er fast í hendi. Þetta verður allt öðru­vísi en við eig­um að venj­ast, ekki hægt að miða við neitt, og ég hef enga hug­mynd um hvað við eig­um von á mörg­um. Eitt er þó víst; við verðum til­bú­in að taka á móti öll­um, hvort sem það koma marg­ir eða ör­fá­ir,“ seg­ir hún.

Hægt er að skipta Herjólfs­dal í tvö svæði þannig að þar geta 1.000 manns verið í tjöld­um og reikn­ar Haf­dís með að stefna yngra fólk­inu þangað. Á Þór­svell­in­um eru þrjú svæði þannig að þar geta 1.500 manns verið og þá aðallega fjöl­skyldu­fólk, að sögn Haf­dís­ar. „All­ir eru vel­komn­ir, svo lengi sem pláss leyf­ir. Og ef tjaldsvæðin fyll­ast höld­um við bara neyðar­fund með bæj­ar­yf­ir­völd­um. Við erum vön að hugsa og vinna í lausn­um hér í Eyj­um.“ 

Hún seg­ir veðrið alltaf mik­inn áhrifa­vald og því ábyggi­legri sem lang­tímaspá­in verði þeim mun betra verði að und­ir­búa sig.

Spurð hvernig hún haldi að Þjóðhátíð verði að ári þarf Haf­dís ekki nema eitt orð: „Sprengja.“

Nán­ar er fjallað um frest­un Þjóðhátíðar í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.  

Hafdís Kristjánsdóttir á Þjóðhátíð ásamt barnabarni sínu, Emilíu Dís Karlsdóttur.
Haf­dís Kristjáns­dótt­ir á Þjóðhátíð ásamt barna­barni sínu, Em­il­íu Dís Karls­dótt­ur.
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert