Sala ÁTVR stóreykst

Biðröð við áfengisverslun.
Biðröð við áfengisverslun. mbl.is/Kristinn Magnússon

ÁTVR hefur birt hvatningu til viðskipta sinna á heimasíðunni, þar sem þeir eru hvattir til að vera snemma á ferðinni með innkaup fyrir verslunarmannahelgina.

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra seldust tæplega 798 þúsund lítrar af áfengi í þeirri viku og 142 þúsund viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar.

Það sem af er júlí hefur sala í Vínbúðunum verið 19% meiri en í júlí á síðasta ári. Að jafnaði hefur sala undanfarnar vikur verið um 600 þúsund lítrar, sem gerir hann að einum stærsta sölumánuði Vínbúðanna, segir á heimasíðunni.

Föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi er alla jafna einn af annasömustu dögum ársins, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert