Bjarni Jónsson, einn eigenda Nordic Store-keðjunnar, segir söluna í sumar hafa verið meiri en hann óttaðist þegar samkomubann var sett á. Hann hafi spáð 100% samdrætti í verslunum sínum í júlí en reikni nú með 70% samdrætti.
Með sama áframhaldi verði tekjurnar í desember orðnar um 70% af tekjunum í sama mánuði í fyrra. Nordic Store-keðjan er með nokkrar verslanir í miðborginni.
Bjarni segir stefna í að átta af 50 verslunum sem Nordic Store hafi verið í samkeppni við verði lokað. Þá muni á annan tug annarra verslana í miðborginni fara sömu leið. Vegna offramboðs af verslunum hafi þróunin verið óhjákvæmileg.
„Ég hugsa að þessum verslunum hefði verið lokað þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. Ég hugsa að verslunum fyrir ferðamenn í miðborginni muni fækka um 25%,“ segir Bjarni í Morgunblaðinu í dag um horfur í versluninni.