Smitaður einstaklingur á Rey Cup

Fjöldi knattspyrnuiðkenda tekur þátt í Rey Cup mótinu árlega. Myndin …
Fjöldi knattspyrnuiðkenda tekur þátt í Rey Cup mótinu árlega. Myndin er frá fyrra móti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fullorðinn einstaklingur sem hefur verið viðstaddur knattspyrnumótið Rey Cup hefur greinst með kórónuveiruna. 

Í færslu Rey Cup á Facebook kemur fram að einstaklingurinn hafi verið í nógu langan tíma á tilteknu svæði með ákveðnum hópi til þess að nauðsynlegt sé að gera varúðarráðstafanir. 

Ráðstafanirnar eru samkvæmt áætlum mótsstjórnar og gerðar í fullu samráði við smitrakningarteymi almannavarna og yfirvöld sóttvarna eftir því sem fram kemur í færslunni. 

Þá segir í færslunni að einstaklingurinn og hópurinn sem um ræðir hafi þegar haldið heim á leið og taki ekki frekari þátt í mótinu. 

Kæru þjálfarar, foreldrar og forráðamenn. Í ljós hefur komið að fullorðinn einstaklingur sem greindur var með Covid smit...

Posted by Rey Cup Iceland on Laugardagur, 25. júlí 2020
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert