Spjallað á sólríkum degi í gróðursælum garði

Spjallað á sólríkum degi í gróðursælum garði
Spjallað á sólríkum degi í gróðursælum garði mbl.is/Arnþór

Veðrið lék við höfuðborgarbúa í gær og má með sanni segja að sumarið sé komið aftur eftir nokkra stormasama daga á landsvísu um síðustu helgi.

Í Grasagarðinum í Laugardal kom fólk saman og gerði sér glaðan dag eins og þessar vinkonur sem ræddu um daginn og veginn undir hlýjum geislum sólarinnar.

Útlit er fyrir áframhaldandi blíðviðri á suðvesturhorninu í dag en hitinn mun líklega mest ná fjórtán stigum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert