Ungt par í vanda á Hornströndum

Á tólfta tímanum í kvöld voru björgunarsveitir í djúpinu kallaðar út vegna ungs pars í vanda á Hornströndum. Þar er nú mikil þoka og er talið að parið sé á milli Fljótavíkur og Hlöðuvíkur. 

Áhöfn á björgunarskipinu Gísla Jóns er að undirbúa sig til að sigla með gönguhópa norður á Hornstrandir á næstu mínútum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá slysavarnafélaginu Landsbjörg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert