Áhyggjuefni ef ekki tekst að rekja uppruna smita

Kamilla Sigríður Jósefsdóttir.
Kamilla Sigríður Jósefsdóttir. mbl.is/​Hari

Staðgeng­ill sótt­varna­lækn­is von­ast til þess að smitrakn­ing leiði í ljós sam­eig­in­leg­an snerti­flöt þriggja ótengdra smitaðra ein­stak­linga, sem raðgrein­ing hef­ur leitt í ljós að eiga lík­lega smit sín að rekja til sama upp­runa, sem ekki hef­ur fund­ist.

Kamilla Sig­ríður Jós­efs­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri á sótt­varna­sviði land­lækn­is og staðgeng­ill sótt­varna­lækn­is, seg­ir í sam­tali við mbl.is að ákveðin hugg­un fel­ist í því að tek­ist hafi að tengja hóp­sýk­ing­una, sem ein­stak­ling­ur með tvö­falt rík­is­fang sem fór á mis við heim­komu­smit­gát virðist hafa valdið, smit­um þeirra tveggja Íslend­inga sem ekki höfðu verið er­lend­is, þ.e. frjálsíþrótta­manni og for­eldri á knatt­spyrnu­mót­inu Rey Cup sem reynd­ist smitað.

Von­ast til að upp­runi smit­anna finn­ist þótt óaug­ljós sé

Það þýðir reynd­ar að hóp­sýk­ing­in er senni­lega ekki eins bein­inn­flutt og við héld­um, þó að þar séu ein­stak­ling­ar sem eru ný­komn­ir til lands­ins en þeir hafa senni­lega smit­ast hér á landi. Nú er í raun­inni komið í ljós að heim­komu­smit­gát hefði ekki endi­lega gripið þetta,“ seg­ir Kamilla, sem von­ast til þess að hægt verði að finna mögu­leg­an sam­eig­in­leg­an upp­runa smit­anna sem ekki hafi verið aug­ljós hingað til, með því að ræða við alla reynst hafa smitaðir í hóp­sýk­ing­unni.

Von­andi koma ein­hverj­ar nán­ari skýr­ing­ar, en það er ekki al­veg ör­uggt. Það að við get­um ekki fundið teng­ingu milli ein­stak­ling­anna er áhyggju­efni, en mögu­lega kem­ur svo í ljós, fyrst það eru fleiri smitaðir eft­ir því sem það fást frek­ari upp­lýs­ing­ar frá þeim sem á eft­ir að klára að tala við. Rakn­ing­ar­t­eymið er núna á fullu við að reyna að rekja ferðir fólks­ins til að finna mögu­lega sam­eig­in­lega fleti.“

Kamilla seg­ir stöðuna end­ur­metna dag­lega eft­ir því hvaða upp­lýs­ing­ar komi fram hverju sinni og hvort til­efni sé að gera hlut­ina öðru­vísi, en sem standi sé áhersla lögð á að minna fólk á þær ráðstaf­an­ir sem eru þegar í gildi, því við séum jú enn á hættu­stigi. „Svo er al­veg hugs­an­legt að það þurfi að skoða þetta eitt­hvað nán­ar þegar við erum búin að fara vel yfir þessi smit sem hafa verið að koma upp.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka