Fólk af erlendum uppruna hafi orðið illa úti

Ferðamenn í Reykjavík. Það mun strax hjálpa heilmikið þegar ferðalög …
Ferðamenn í Reykjavík. Það mun strax hjálpa heilmikið þegar ferðalög á milli landa komast í eðlilegt horf. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Andrés Jónsson, framkvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækisins Góðra samskipta, segir að heilt á litið hafi ríkisstjórnin og seðlabankinn staðið sig vel í að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar.

Andrés hefur þó áhyggjur af stöðu fólks af erlendum uppruna sem virðist hafa orðið sérstaklega illa fyrir barðinu á niðurskurði í ferðaþjónustu og víðar. Hann bendir á að margt af þessu fólki hafi komið sér vel fyrir á Íslandi, og sé bæði ungt og hörkuduglegt, en geti átt erfitt með að nýta sér þann stuðning og úrræði sem því standa til boða.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag tekur Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna, í sama streng og Andrés um stöðu innflytjenda á vinnumarkaði. Hún bendir líka á að samkomubannið hafi bitnað af miklum þunga á listafólki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert