Hópsýking á Akranesi „frekar einangrað mál“

Frá Akranesi.
Frá Akranesi. mbl.is

Sjö íbúar Akraness hafa greinst með kórónuveiruna síðustu daga og eru Skagamenn hvattir til að fara sérstaklega varlega næstu daga vegna hópsmitsins.

Sex hinna smituðu eru samstarfsfélagar.

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, segir að um frekar einangrað mál sé að ræða og að bæjaryfirvöld séu í nánu samstarfi við sóttvarnayfirvöld.

Hann hvetur fólk til að fara áfram varlega og segir að þetta smit hvetji fólk enn frekar til að virða leiðbeiningar og reglur.

Virk smit á landinu, svo vitað sé, eru 22, og segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, næstu daga algjört lykilatriði í að upplýsa okkur um hvernig við eigum að bregðast við í framhaldinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert