Parið fundið á Hornströndum

Hlöðuvík á Hornströndum.
Hlöðuvík á Hornströndum. Ljósmynd Sóley Björk Guðmundsdóttir

Parið sem var leitað á Hornströndum fannst skömmu fyrir klukkan 8 í morgun í Hlöðuvík og amaði ekkert að þeim að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Davíð Már segir að hópur björgunarsveitarfólks sem gekk frá Fljótavík í Hlöðuvík í nótt hafi fundið parið í tjaldi í Hlöðuvík.

Þau óskuðu eftir aðstoð seint í gærkvöldi en svarta þoka var á gönguleiðinni og sigldi áhöfn björgunarskipsins Gísla Jóns með gönguhópa í nótt. 

Parið hafði sjálft komist úr þeim hremmingum sem það var í á Þorleifsskarði í nótt og tjaldað í Hlöðuvík. Þar sem fjarskiptasamband er afar lélegt á þessum slóðum náðu þau ekki að láta vita af sér. Fólkið var mjög vel búið til útivistar að sögn Davíðs.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum voru aðstæður til leitar erfiðar enda mikil þoka á svæðinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert