Sóttu fótbrotna konu í Reykjadal

Frá aðgerðum á vettvangi í dag.
Frá aðgerðum á vettvangi í dag. Ljósmynd/Landsbjörg

Í hádeginu í dag var björgunarsveit í Hveragerði kölluð út vegna göngukonu í Reykjadal í Ölfusi. Konan var á göngu á svæðinu þegar hún hrasaði illa og fótbrotnaði. Björgunarsveitarfólk ásamt sjúkraflutningamönnum fór á vettvang á sexhjólum.

Búið var um konuna þannig að hægt væri að flytja hana um þrjá kílómetra niður að bílastæði þar sem sjúkrabíll beið, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg.

Hún var komin um borð í sjúkrabíl einum og hálfum tíma eftir að útkall barst og var flutt til frekari aðhlynningar á sjúkrahús.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert